Er þetta ekki bara hinn fullkomni eftirréttur fyrir hátíðarnar? Brownies með Marscapone kremi og jarðarberjajólasveinahúfum!
Það spillir heldur ekki fyrir að framkvæmdin er sérlega auðveld.
Þú kaupir bara Brownies mix frá Bettie Crocker og býrð til 12-16 stykki í muffins eða cup-cake formum. Kælir þær niður og tekur svo varlega úr bréfinu. Eins er hægt að gera skúffuköku og skera svo niður með hringlaga formi.
Blandar saman:
- Hálfum bolla af ósöltuðu smjöri við stofuhita
- 230 grömm af Marscapone osti
- 2-1/2 til 3 bollum af flórsykri
- 1-2 teskeið af vanilludropum (smakkist)
- pínu salt
Aðferð:
Þeyttu saman smjöri og marscapone þar til blandað verður létt og kremuð (sirka 2 mín). Bættu þá í vanilludropum og salti. Svo hálfum bolla af flórsykri í senn þar til blandan verður mjúk. Bættu við flórsykri þar til þú finnur réttu samsetninguna af sætu og áferð.
Til að fá fram flottasta útlitið er gott að nota kringlótt form ofan á brownie kökuna til að móta fullkominn hring en allt í lagi ef þú átt hann ekki. Skerðu svo botninn af jarðarberi og settu á kremið. Bættu svo við litum dúski með kreminu.
Súpersætt og jólalegt!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.