Stundum er gott hvítlauksbrauð allt sem þarf til að gera venjulegt pasta að dýrindis ítalskri veislu.
INNIHALD
- Ferskt baguette-brauð eða annað brauð sem þér finnst best (t.d. spelt)
- 4 msk. hvítlaukur, marinn
- 1/2 dl. ólífuolía
- 1/2 msk. ósaltað smjör
- Klípa af svörtum pipar
- 1/4 tsk. hvítlaukssalt
- 1/2 dl. steinselja
- Handfylli af rifnum osti
AÐFERÐ
Hitið ofninn í 200° gráður. Skerið baguette-brauðið í tvennt og síðan langsum.
Setjið olíuna og hvítlaukinn í pönnu og stillið á miðlungshita. Eftir smástund byrjar hvítlaukurinn að krauma í olíunni, hrærið rólega saman. Þegar hvítlaukurinn er byrjaður að gefa frá sér sterkan ilm má slökkva undir pönnunni. Blandið því næst saman við hvítlaukinn smjörinu, svörtum pipar og hvítlaukssaltinu. Blandið öllu vel saman.
Setjið hvítlauksblönduna á baguette-brauðið og dreifið steinseljunni yfir.
Setjið inn í ofn og bakið í 7-8 mínútur. Þá er ofninn opnaður, ostinum dreift yfir og brauðið bakað svo aukalega í 2 mínútur í viðbót. Ef ætlunin er að hafa brauðið brakandi má stilla ofninn á grill þessar seinustu mínútur.
Skerið í bita og berið fram með pasta og ítölskum frösum. Mamma mia tutti bene!! Buon appetito!