Það er gaman að koma með ljúffengt nart í boðið og eða saumaklúbbinn. Eitthvað sem kemur á óvart og fólk hefur ekki prófað áður.
Þessi uppskrift er algjörlega himnesk. Ómótstæðilegt snakk með hvort sem er kaffi, rauðvíni eða súkkulaðiköku.
Það missa sig allir yfir þessu og skálin tæmist hratt. Vertu því viss um að gera nóg. Svo geturðu alltaf sagt að þetta sé “hollustusnakk”. Það eru jú hnetur í þessu 😉
INNIHALD
1/2 bolli af smjöri
3/4 bolli hvítt korn sýróp (fæst í Hagkaup)
1 bolli púðursykur
2 saltaðar, blandaðar hnetur, t.d. kasjú og jarðhnetur
350 gr morgunkorn t.d. Rice Crispies og/eða Kornflex
1-2 bollar af M&M
Þú getur líka notað peacan hnetur, möndlur, pretzel kringlur… hvaða gotterí sem er, og hvaða morgunkorn sem er.
AÐFERÐ
Hitaðu ofninn í 135 gráður og settu bökunarpappír í tvær ofnskúffur.
Í miðlungs stóra skál skaltu setja smjör, kornsýróp og púðursykur. Settu þetta í örbylgjuofn og hitaðu með 30 sekúndna millibili í sirka tvær min eða þar til smjörið er alveg bráðnað. Hrærðu inn á milli og þegar allt er bráðið þá skaltu hræra þessu saman og blanda mjög vel.
Helltu svo blöndunni varlega yfir morgunkornið og hneturnar og blandaðu varlega þar til allt er vel þakið í blöndunni. Það er fínt að nota sleikju í þetta.
Bakaðu svo allt í ofninum í klukkutíma og hrærðu á korters fresti. Þegar helmingur er liðinn af tímanum skaltu svissa skúffunum í ofninum. Yfirleitt hitnar það sem er neðar í ofninum hraðar.
Taktu svo skúffurnar úr ofninum og haltu áfram að blanda og hræra svo að þetta festist ekki saman í einn stóran klump! Það er sniðugt að taka í hornin á bökunarpappírnum og hella bara á eldhúsborð eða disk svo að þetta kólni allt hraðar og í sundur. Þegar allt er vel kólnað skaltu blanda M&M samanvið til að gera þetta extra gott. Þetta er gersamlega ómótstæðilegt gotterí!
NJÓTIÐ!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.