Uppskrift: Brakandi gott grænkálssnakk – Fljótlegt, einfalt og ofurhollt

Uppskrift: Brakandi gott grænkálssnakk – Fljótlegt, einfalt og ofurhollt

kal

Fyrir þau sem elska grænkál, og hin líka – þetta er súperhollt sælgæti sem gott er að grípa í á milli mála eða bara þegar nartþörfin grípur þig. 

Grænkál hefur verið kallað tískugrænmeti ársins og full ástæða til að það komist í tísku. Það er ljúffengt og stútfullt af vítamínum og mjög auðvelt að rækta það hér á landi enda hefur það verið gert um árabil.

Grænkálssnakkið er fljótlegt og auðvelt að útbúa og það eru góðar líkur á að þú og þínir verðið háð þessu innan skamms. Prófaðu endilega…

AÐFERР

Hitið ofninn í 200 gráður.

Rífið kálið/blöðin í bita af stilkunum, veltið upp úr smá ólífuolíu í skál, stráið smávegis af sjávarsalti saman við (líka gott að nota hvítlaukssalt og prófa sig áfram með fleiri kryddtegundir, jafnvel fínt rifinn parmesanost).

Dreifið yfir bökunarplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír.

Bakið í 5-7 mínútur, eða þar til kálið er orðið stökkt – passið að brenni ekki.

Njótið!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest