UPPSKRIFT: Bragðmikill beikonborgari með avocado og osti – Laugardags!

UPPSKRIFT: Bragðmikill beikonborgari með avocado og osti – Laugardags!

Hér er búið að taka hefðbundinn hamborgara og blanda hann með bæði Tabasco og Worcestershire sósu til að gefa honum þetta extra spark.

borgariMjúka avocadoið myndar svo skemmtilega mótsögn við stökkt beikon og bráðinn ost. Þessi er alveg æðislegur, sérstaklega fyrir fólk sem kann vel að meta bragðmikinn borgara sem tekur sitt pláss. Fullkominn á laugardaginn!

INNIHALD

√8 sneiðar beikon
√450-500 gr nautahakk
√1 teskeið Worcestershire sósa
√1 eða 2 skvettur Tabasco sósa
√1/4 teskeið timían
√Salt og ferskmalaður pipar
√Olía í spreybrúsa (til að grilla)
√4 sneiðar af góðum osti
√4 hamborgarabrauð
√Þunnt skornar tómatsneiðar
√Þunnt skorinn rauðlaukur
√Sneiðar af avókadó
√Fersk salatblöð, t.d. Lambhaga

AÐFERÐ

1. Hitaðu grillið í meðalhita.

2. Meðan grillið er að hitna skaltu steikja beikonið á efri hillunni í grillinu. Settu það í álbakka og snúðu einu sinni til tvisvar þar til það verður mátulegt. Ef þú ætlar að steikja hamborgarana á pönnu skaltu geyma tvær matskeiðar af beikonfeitinni sem rennur af og steikja upp úr henni. Settu beikonið í skál með eldhúspappír og láttu pappírinn draga í sig mestu feitina af beikoninu.

3. Settu hakk, Worcestershire, Tabasco, timíankrydd og salt og pipar í skill og blandaðu vel saman. Mótaðu allt í 4 borgara (meðalstærð og þykkt).

4. Þegar þú ert klár með allt meðlætið skaltu bera, eða úða, smá olíu á grillið og steikja borgarana í 4 mínútur ef þú vilt þá meðalsteikta en 3 fyrir minna steikta. Settu ostsneiðar á alveg í lokin.

5. Settu borgarann í hamborgarabrauðið og settu beikon, lauk, avocado, tómata og salatið á.

Berðu samstundis fram, t.d. með sætum kartöflum eða ofnbökuðum kartöflum og einum ííísköldum!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest