Hérna kemur uppskrift að bláberja múffum í hollari kantinum. Einfaldar í framkvæmd og æðislega gómsætar.
Þær eru frábært nesti í vinnuna eða fyrir krakkana í skólann. Góðar milli mála og svona til að grípa í.
Innihald:
3 dl spelt
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
2 stk egg
3 msk agave síróp
50-70 ml hrísmjólk eða möndlumjólk
2 msk kókosolía
2 tsk vanilludropar
Ein askja eða um það bil 250-300 gr fersk bláber
Aðferð:
1. Blandið þurrefnum saman í skál.
2. Hrærið saman egg, agavesíróp, mjólkina, kókosolíuna og vanilludropana.
3 Blandið eggjablöndunni saman við þurrefnin ( má bæta smá mjólk saman við ef blandan er of þur).
4. Blandið fer ferskum bláberjum varlega saman við.
5. Setjið í muffins form og bakið við 200 gráður í um 25 mínútur.
Verði ykkur að góðu !
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.