Þetta er exótískur kjúklingaréttur sem leikandi lokkar sumarið til okkar. Hann er ekki bara ofsalega fallegur heldur líka alveg dásamlega góður.
INNIHALD
- 3 bringur
- 1 bolli hýðishrísgrjón soðin og kæld
- 1- bolli bláber
- 1-bolli jarðaber
- 1 mtsk mango chutney
- 1-mtsk sætt sinnep
- púrrulaukur
- örlitið af mangó
- 1stk rauðlaukur
- 1 mtsk majónes
AÐFERÐ
Steikið bringurnar úr íslensku smjöri á pönnu/kryddaðar með salti, pipar og einhverju góðu kjúklingakryddi.
Látið malla saman í potti, með dassi af íslensku smjöri; lauk og púrrulauk í nokkrar mínútur, bætið síðan við mango chutney, sætu sinnepi, teskeið af karrý og einni matskeið af majónesi. Út í þessa himnesku sósu má setja dass af svörtum pipar og að lokum er hrísgrjónum bætt saman við.
Kjúklingabringurnar eru að lokum skornar í lekkera bita og raðað fallega á fat eða disk. Hrísgrjónum með sósu hellt varlega yfir og skreytt með ferskum ávöxtunum.
Borið fram með snittubrauði og ííísköldu íslensku kranavatni í fallegustu spariglösunum.
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.