Grænkál og bláber! Það gerist ekki ferskara – Nú er hægt að fá brakandi ferskt grænkál í flestum verslunum og bláberin höfum við sótt sjálfar upp í hlíðar landsins.
Það er um að gera að nýta þessar afurðir vel og hvað er betra en að losna við uppsafnað vatn í líkamanum og þaninn maga með þessum ljúfu afurðum náttúrunnar?!
Settu í blenderinn:
100 gr gríska jógúrt
1 msk möndlusmjör
1/2 bolli frosin bláber
1/2 bolli frosin ananas
1 bolli grænkál
3/4 bolli vatn
1/2 tsk hrein vanilla
Blenderinn í botn og skella þessu í sig, sleikja útum og brosa. Lífið er gott!
283 hitaeiningar – 13, 4 gr prótein, 10.2 gr fita.
_________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.