Biscotti (eða cantuccini) eru ítalskar “kex” kökur. Sé þeim dýft í kaffi, te, kakó eða annað mýkjast þær upp og verða unaðslegar.
Biscotti með heslihnetum og möndlum
- 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
- 100 g möndlur (flögur eða heilar)
- 120 g 70% súkkulaði
- 110 g hrásykur (best að nota ljósan og fínmalaðan)
- 230 g spelt
- 30 g kakó, hreint
- 4 g instant espresso duft (má sleppa)
- 1 tsk matarsódi
- 1/4 tsk salt
- 3 stór egg
- 1 1/2 tsk vanilludropar úr heilsubúð
- 2-3 msk vatn
AÐFERÐ
Hitið ofninn í 150 °c
Skerið niður súkkulaði mjög smátt. Sigtið saman spelt, kakó, expressó duft, matarsóda, hrásykur og salt.
Þeytið egg og vanilludropa saman, blandið því við þurrefnblönduna.
Bætið hnetunum og súkkulaðinu saman við, blandið öllu vel saman.
Stráið spelti á borðið og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu (u.þ.b 25 cm langa og 5 sm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur, eða þar til sneiðarnar eru orðnar þurrar og harðar.
Takið úr ofni og látið kólna í um 20 mínútur. Skerið í 2 sm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.
Kælið á grind
Til skreytinga má “dazza” bráðnu súkkulaði yfir…kökurnar geymast best í þoftþéttum umbúðum
Njótið vel
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.