Til þess að hressa mig við á þessum frekar súra þriðjudegi ákvað ég að skella í uppáhalds súpuna mína til þess að hafa í kvöldmatinn.
Þessi súpa sem hér um ræðir er fiskisúpa. Ég er nú að vísu ekki mikill sjávarafurðavinur en það er ekki hægt annað en að elska þessa fiskisúpu. Uppskriftin er fengin úr bæklingi sem mamma mín og samstarfsfólk hennar tóku saman fyrir einhverjum árum.
Uppskrift: Besta fiskisúpa í heimi!
Fyrir fjóra:
1 púrrulaukur
2 stórar gulrætur
1 græn paprika
1 tsk karrý
Grænmetið skorið smátt og steikt í smjöri.
1 fiskteningur og 1 grænmetisteningur
Rúmlega 1 líter af vatni
Salt og annað krydd eftir smekk (til dæmis tarragon – ég set þó bara salt og pipar).
3 meðalstórar kartöflur (hráar) skornar í bita og settar út í súpuna. Látið sjóða í smástund.
Góður brúskur af brokkolí settur út í og látið malla í fimm mínútur (ég set alltaf brjálæðislega mikið af brokkólí – mæli bara með því fyrir einhleypa sem geta leyst vind í friði að loknu súpuáti).
1 piparostur
Ostarnir látnir bráðna í súpunni (það þarf að gefa piparostinum dálítið góðan tíma)
Ýsa skorin í strimla og sett í pottinn (ég nota 2-4 flök)
Gott að hafa rækjur líka (nei takk)
Súpan tekin af hellunni og látin standa í 3-5 mínútur.
Borið fram með góðu brauði.
Þessi súpa er hreinn unaður og ennþá betri daginn eftir. Ég er nú þegar farin að hlakka til að gæða mér á henni í hádeginu á morgun. Mæli með að þið prófið.
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.