Þessi guðdómlegi réttur rekur ættir sínar til Ítalíu og er einstaklega hlýjandi og ljúffengur svona á dimmum vetrarkvöldum.
Dásemd auðvitað með kertaljósi og rauðvíni líka. Þessi uppskrift er fyrir fjóra.
INNIHALD
- 2 bollar pasta sósu (sósan frá Sollu er æði)
- 4-5 hvítlauksrif, söxuð
- 8 kúlur ferskur mozzarella eða stór mozzarella ostur, skorinn í teninga
- 1 msk ólífuolía
- 1/4 bolli rifið ferskt basil
AÐFERÐ
- Hitið ofn í 180°c.
- Takið til fjórar eldfastar skálar eða eina stóra.
- Blandið saman pasta sósu, hvítlauk og mozzarella, setjið í skálarnar.
- Bakið 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
Takið úr ofninum. Hellið ólífuolíu yfir, toppið með basil. Berið fram með Parmesan Ristuðu baguette brauði.
Ristað parmesan brauð
Hráefni
- 8 sneiðar baguette-brauð
- 1 msk ólífuolía
- 2 msk parmesan ostur, fínt rifinn
Kveikið á grillinu í ofninum. Berið olíu létt á aðra hlið brauðsins. Setjið brauðið (olían snýr upp) á smjörpappírs klædda bökunarplötu.
Setjið inn í miðjan ofnin. Hitið í ca.15 sekúndur eða þar til þær eru ristaðar. Takið út, setjið að lokum ostinn yfir og aftur undir grillið í aðrar 15 sek. Gætið að fylgjast vel með því að brauðið brenni ekki.
Þessi réttur er hreint sjúklega góður. Svo auðveldur í framkvæmd og litirnir fallegir. Settu bara góða tónlist á fóninn, helltu í glösin og svo bara…
Njótið, njótið í botn!!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.