Dásamlegar kartöflur með grillmatnum – algjört sælgæti!
Nú kynda landsmenn í grillum sínum og hafa það huggulegt en þá er tilvalið að bjóða uppá bakaðar kartöflur með steikinni! Kartöflurnar sem uppskriftin er að eru alveg meiriháttar bragðgóðar og passa með sem flestum mat.
Það sem þú þarft sem meðlæti fyrir 4 :
- 3 stórar bökunarkartöflur, skornar í 8 lengjur hver
- 2 matskeiðar Ólífuolía
- 5 Hvítlauksrif
- 1 1/2 teskeið Timían
- 1/2 bolli af rifnum Parmesan osti
- Salt og pipar
Þú einfaldlega dreifir kryddinu og olíunni yfir og setur í ofnskúffu með smjörpappír. Gott er að setja smá olíu á smjörpappírinn áður en þú setur kartöflurnar á hann.
Ef þú vilt hafa þetta extra fínt og flott þá er smart að dreifa steinselju yfir til skrauts eftir að þú tekur kartöflurnar út úr ofninum
Bakið í 30-40 mínútur við 180 gráðu hita eða þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar og stökkar. Gott er að snúa þeim tvisvar-þrisvar á þessum tíma
Verði ykkur að góðu!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.