Við í félagi geitaostsunnenda erum alltaf að verða fleiri og fleiri enda er geitaostur hreinlega unaðslegt fyrirbæri sem gjarna mætti vera í einni eða annari útgáfu á öllum matseðlum borgarinnar. Það er að segja í hinum fullkomna heimi.
Ég varð því afar kát þegar ég rakst á þessa dásamlegu partý-uppskrift að baguette brauði með geitaosti og hunangsristuðum gulrótum. Hreint elegant að bjóða vinkonunum upp á ííískalt hvítvín og geitaost með hunangsristuðum gulrótum og timijan í lekkeru trúnóboði á aðventunni.
Létt og gott í magann og bragðið alveg “tú dæ for” eins og ein vinkona mín myndi orða það.
INNIHALD:
- 1 baguette
- 2 msk ólífuolía
- 250 gr geitaostur á stofuhita (mjúkur)
- 2 msk hunang
- 2 msk ferskt timjan (saxað)
- 450 gr rifnar gulrætur
- 1 msk smjör
- salt og pipar
AÐFERÐ
- Skerðu baguette brauðið í sneiðar og hitaðu msk af ólífuolíu á pönnu yfir meðal hita. Ristaðu brauðið í olíunni í fimm mín á hvorri hlið þar til allt er orðið fallega brúnt. Taktu af hitanum og kældu niður.
- Settu msk af ólífuolíu á pönnuna og bættu út í gulrótum, salti og pipar. Steiktu þar til þær eru byrjaðar að brúnast, í sirka 5-8 mín.
- Lækkaðu niður í miðlungs hita aftur og bættu við smjöri, matskeið af hunangi og matskeið af timjan. Hrærðu í af og til þar til grænmetið er komið með fallegan gljáa. Sirka 3-5 mín. Taktu af hitanum.
- Blandaðu rest af hunangi og timjan við geitaostinn og hrærðu saman.
- Smyrðu brauðið með geitaostinum og settu gulræturnar ofan á. Toppaðu með örlitlu hunangi. Berðu fram og njóttu!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.