Þetta dásamlega avókadó salat með pekan hnetum er svakalega gott! Það kemur frá henni Kristínu Önnu vinkonu minni, slær í gegn í saumó og er alveg ofsalega hollt og gott fyrir líkamann 😉
INNIHALD
- Brokkólí
- Avocado / Lárpera
- Agúrka
- Spínat
- Pekanhnetur ristaðar í tamarísósu
Bita niður brokkoli, avocado og agúrku og blanda við basilsósuna og svo rétt áður en ég ber það fram þá set ég fullt af spínati út á og dreifi vel og fallega.
ATH: Það er ekki gott að geyma salatið eftir að spínatið er sett í því það verður svo blautt við geymslu.
Basilsósa
- 1/2 bolli repjuolía (hef notað venjulega ólífuolíu)
- 1 bolli vatn
- 2 döðlur
- 1/4-1/2 b basil
- 2 msk sinnep og eða 1/2 b frosið mangó(hægt að setja bæði en ég nota alltaf bara sinnep)
- 1 msk agave sýróp
- 1/2 tsk salt
- 1 lime – raspa hýðið og taka safann úr ávextinum
Setja allt í blandara og blanda vel.
Þetta avocado salat er ljúffengt með allskonar mat en einnig með góðu súrdeigsbrauði. Þú getur bætt við það mangó, smá feta eða geitaosti, hverju sem er sem þú telur að geri það fallegra og/eða betra því bæði skiptir máli.
Njótið!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.