Auðveld möndlukaka fyrir allla sem elska marsípan

Auðveld möndlukaka fyrir allla sem elska marsípan

_MG_5033lítil

Ég hef verið mikill aðdáandi marsípans frá því ég man eftir mér, ég elska t.d. marsípan molana í Nóa konfektinu og kransakökur.

Ég rakst svo á uppskrift á netinu af einfaldri möndluköku með marsípani. Allir marsípan aðdáendur munu elska þessa köku. Kakan er þétt, bragðið er ljúft og uppskriftin einföld, þvílíkur unaður!

_MG_5023lítil

INNIHALD

250 g marsípan
250 g smjör
150 g syku
1/4 tsk möndludropar
1/4 tsk vanilludropar
6 stór egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft

AÐFERÐ

Marsípan, smjör og sykur eru sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Droparnir eru settir út í og blandað. Eitt egg er sett út í blönduna í einu og blandað mjög vel saman á milli. Að lokum er hveitinu og lyftiduftinu bætt út í og blandað vel. Ég setti deigið í 18 cm smurt hringform, bakaði hana við 170 gráður í klukkutíma.

Ég valdi að smyrja kökuna með bleiku glassúri og fannst það fullkomna möndluköku fílinginn.

  • 250 g flórsykur
  • 3 msk mjólk
  • 1 dropi ljósbleikur matarlitur

_MG_5081lítil

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest