Hér kemur æðislegur eftirrèttur sem er tilvalinn med àramótaskaupinu! Marengsterta med rjóma, vanilluís, kókosbollum, jarðarberjum og fleiru gómsætu.
Marengsbotnar
4stk eggjahvítur
70.gr sykur
1.tsk lyftiduft
Handfylli kornflex eda Rice Crispies
Aðferð marengsbotnar
1. Stífþeytið eggjahvíturnar
2. Bætið sykrinum rólega saman við
3. Setjið lyftiduft og kornflex saman vid með sleif, varlega.
4. Setjið à tvær bökunarplötur og passið að hafa smjörpappír undir.
5. Bakid við 160 gràdur (blástur) í um 50 mínútur.
Súkkulaði karamella
4.stk eggjarauður þeyttar saman við 60.gr flórsykur.
Bræðið 60. gr smjör saman við 200gr.suðusùkkulaði og blandið saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn.
Gott er að setja helminginn af karamellunni á fyrsta botninn og hinn helminginn yfir alla kökuna.
Leyfið marengsbotnunum ad kòlna og setjið svo þeyttan rjóma, vanilluís, fersk jarðarber, nóakropp eða hvaða nammi sem er á milli botnanna og skreytið að vild.
Kakan er best geymd í frysti og gott er að taka hana út um klukkustund áður en hún er borin fram.
Gleðilegt ár kæru lesendur og takk fyrir það liðna! Ég hlakka til að deila með ykkur frábærum og girnilegum uppskriftum á nýja árinu!
Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára.
Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.