Við Íslendingar borðum hamborarhrygg sirka árlega, eða um jól og áramót.
Þetta er fyrir löngu orðin hefð, líklegast frá þeim tíma þegar svínakjöt þótti mikill lúxusvarningur á landinu.
Eftirfarandi er skotheld uppskrift að ljúffengum hamborgarhrygg með undursamlegri sósu. Uppskriftina fengum við hjá Gott í Matinn en höfundur er Inga Elsa Bergþórsdóttir.
Hamborgarhryggur
fyrir 6-8
2,4–3,2 kg hamborgarhryggur, með beini eða án
1 msk. sterkt sinnep
1 krukka apríkósusulta (um 250 g)
60 g smjör frá MS, brætt
Setjið hrygginn í pott með köldu vatni og látið vatnið fljóta vel yfir kjötið. Þeir sem vilja geta bætt út í vatnið einu lárviðarlaufi og 2–3 negulnöglum.
Látið suðuna koma rólega upp.
Látið beinlausa hrygginn sjóða við vægan hita í minnst 55 mínútur en hrygginn með beininu um 75 mínútur. Látið kjötið standa í pottinum í 15 mínútur.
Á meðan er ofninn hitaður í 250°C.
Setjið hrygginn í ofnskúffu ásamt örlitlu vatni. Blandið sinnepinu saman við apríkósusultuna og brædda smjörið og þekið allan hrygginn með hjúpnum. Bakið hrygginn í 10–15 mínútur í miðjum ofninum.
Gætið þess að gljáinn brenni ekki, ef hann fer að dökkna mikið á stöku stað má leggja álpappír þar yfir. Gott er að láta kjötið jafna
sig í 10–15 mínútur áður en það er skorið í sneiðar.
Þessi sósa passar vel með hryggnum hér fyrir ofan en einnig mætti hafa hana með kalkúna og nota þá kjúklingasoð í staðinn.
Madeirasósa
fyrir 6–8
2 msk. hveiti
500 ml soð af hamborgarhryggnum eða kjúklingasoð
(notið einnig síað soð sem kemur af hryggnum
þegar hann er gljáður)
150 ml Madeiravín eða púrtvín
2 tsk. svínakraftur eða kjúklingakraftur, eða eftir smekk
200 ml matreiðslurjómi frá MS
sósuþykkir fyrir brúna sósu, eftir smekk
Bræðið smjörið í stórum potti og stráið hveitinu yfir. Hrærið stöðugt í þar til jafningurinn er aðeins farinn að brúnast.
Hellið þá síuðu soði smátt og smátt saman við og hrærið vel á meðan. Bætið Madeiravíninu við ásamt kraftinum og matreiðslurjómanum. Látið malla í minnst 5–8 mínútur. Þykkið sósuna eftir smekk með sósuþykki.
Waldorf-salat
3 græn epli, afhýdd og skorin í 1 cm bita
16 græn vínber, skorin í tvennt
¼ granatepli, fræin eingöngu notuð (má sleppa)
3 sellerístönglar, skornir í fínar sneiðar
50 g valhnetur, grófsaxaðar
150 ml sýrður rjómi, 18% frá MS
150 ml rjómi frá MS, léttþeyttur
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hlynsíróp (má sleppa)
Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Best er að búa það til sama dag og það á að borðast.
Skreytið salatið með söxuðum valhnetum. Fræjum úr granateplum eða öðru fallegu og jólalegu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.