Það er svo gott að breyta til í hollustudrykkjunum okkar, fá smá tilbreytingu. Hér kemur einn mjög öflugur fyrir okkur.
Í selleríblöðum er mikið af A-vítamíni. Stilkarnir eru hins vegar frábær uppspretta af B1, B2, B6 og C-vítamíni, auk þess sem í þeim er mikið af kalíum, fólínsýru, kalki, magnesíum, járni, fosfór, natríum og mikið af nauðsynlegum amínósýrum. Það losnar um næringarefnin í selleríinu þegar það er notað við safagerð og þau bæta starfsemi meltingarvegarins. Hörfræolían vitum við hvað er holl og með þessu innihaldi erum við að næra líkamann á mjög góðan hátt.
Appelsínu, spínat- og sellerí þeytingur
1 appelsína
6 stilkar sellerí
1 avocado
2 handfylli af spínati
1 msk hörfræolía
Vatn eftir smekk
Allt í blandara og þeyta þar til silkimjúkt. Njóttu með góðri samvisku og finndu hvað kroppurinn verður þakklátur!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.