Þessi sykurbomba er bókstaflega til að lifa fyrir! Í þetta skiptið stóst ég ekki mátið og ”smakkaði” alveg fullt. Það lá við að ég færi með brúnkunar inn í herbergi til að fela þær. Hamstra!
Einhvern vegin vill það svo oft til að ég fæ After Eight í gjöf, hvort sem það er frá gesti eða sem kaupauki með einhverju sem ég versla.
Aftur á móti þá finnst mér After Eight ekkert sérlega gott og það endar alltaf á því að liggja uppí skáp hjá mér mánuðum saman þar til einhver “fórnar sér” og borðar það.
Ég rakst hinsvegar á uppskrift fyrir svolitlu síðan sem er algjör snilld og hefur slegið þvílíkt í gegn.
INNIHALD
- 150 g suðusúkkulaði
- 250 g smjör, lint
- 3 egg
- 200 g sykur
- 125 g púðursykur
- 150 g hveiti
- 200 g After Eight
AÐFERÐ
- Hita ofninn í 180°
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða bara í örbylgjuofn og leyfið að kólna aðeins inní ískáp
- Hrærið egg, smjör, sykur og púðursykur vel saman og hrærið síðan súkkulaðið saman við
- Sigtið hveitinu yfir og blandið saman með sleikju, mér þykir best að velta deiginu í hringi
- Hellið helmingnum af deiginu í pappírsklætt rétthyrnt eða ferhyrnt form, 12×22 cm eða 15×15
- Raðið After Eight plötunum frekar þétt ofan á en skiljið nokkrar eftir til að nota á eftir
- Hellið afgangnum af deiginu yfir, brjótið restina af plötunum í bita og dreifið yfir.
- Baka í miðjum ofni í um 40 mín, þar til hún er byrjuð að stífna en ekki brenna
- Látið hana kólna alveg í forminu og skerið síðan í ferkantaða bita, notið beittan hníf því botninn getur verið frekar seigur
- Þá er bara að smakka ! Svo er alveg toppurinn að setja smá grískt jógúrt ofan á!
Það kemur svo yndisleg lykt af þessari köku að það fer ekki framhjá neinum að þú hafir verið að baka !
Róberta Michelle Hall er fædd í Reykjavík en rekur rætur sínar til Bandaríkjanna eins og nafnið ber með sér. Hún á erfitt með að sitja kyrr og líður best með mörg járn í eldinum. Helstu áhugamál Róbertu eru líkamsrækt, sálarrækt og bakstur. Hún bakar allt milli himins og jarðar hvort sem það er óhollt eða hollt og lætur stundum aðra um að klára kökuna sem hún smakkar þó sjálf því gott skal það vera!