Grænmetis lasagna er frábær kvöldmatur, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða næsta partý. Svo er líka alveg frábært að útbúa grænmetis lasagna og “plata” þannig börnin til að fá sér meira grænmeti.
Hér er ljúffeng uppskrift sem þú getur auðvitað breytt aðeins að vild, eftir því hvaða góða grænmeti er til hjá þér en athugaðu bara að eldurnartíminn getur verið mismunandi. Allt sem hér er talið upp þarf ekki mikinn tíma í eldun og þú þarft að skera gulræturnar frekar þunnt (því þær taka í raun mestan tíma).
INNIHALD
- 1 rauðlaukur
- 3 gulrætur
- 1 kúrbítur
- 200 g sveppir
- 1 rauð paprika
- 1 græn paprika
- 2-3 hvítlauksrif
- 1 krukka Sollu tómatar
- 1 dós Sollu paste
- 2 tsk oregano
- 2 tsk basil
- 3 msk Sollu kraftur
- salt og pipar
- 1 stór dós kotasæla
- 2-3 bollar vatn
- spelt-lasagneplötur
- rifinn 17% ostur
Saxið allt grænmetið og léttsteikið á pönnu í góðri olíu og kryddið. Bætið öllu öðru við og látið malla í 30 mín. Síðan er grænmetissósa sett í botninn, svo koma lasagneplötur, því næst kotasæla.
Svo er þetta endurtekið en endað á grænmetissósu og osti stráð yfir. Bakað við 180°í ca 40 mín og borið fram með góðu brakandi fersku salati og ljúfum drykk. Til dæmis vatni!?
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.