Þú kannast eflaust við það að litla krílið þinn fer alltof snemma að geta opnað hurðir heima hjá ykkur og þú stendur örlítið ráðalaus hvað gera skuli?
Þegar litli kúturinn minn komst á þetta stig var okkur bent á að það væri sniðugt að snúa hurðahúnunum þannig að þeir vísi upp. Við prófuðum það og heldur þú ekki að það hafi ekki bara svínvirkað. Það má segja að vandamálinu að barnið geti opnað dyrnar hafi verið frestað um ár með þessari aðferð.
Nú er litli frændi minn tæplega tveggja ára og komið er að þeirri stund að hann er farinn að opna hurðir sem hann á ekki að geta opnað og tók systir mín upp á því að snúa hurðahúnunum við heima hjá sér .
Viti menn, sá stutti nær ekki lengur að opna og vandamálið er úr sögunni.
Ef þú ert í sama pakka, þá er bara málið að snúa hurðahúnunum við og allir verða glaðir (nema krílið).
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.