Það gengur misvel hjá foreldrum að fá börnin sín til að borða grænmeti en allir vita að grænmeti er mjög nauðsynlegt góðri heilsu.
Ég sjálf elska grænmeti, borða það stundum bara eitt og sér og hef lengi gert það. Börnin mín borða öll einhverja tegund af grænmeti og gúrka er vinsælust myndi ég segja. Ég leyfi þeim að fá gúrku með flestu sem ég býð uppá í kvöldmat því ég vill að þau borði eitthvað grænmeti daglega.
Önnur leið til að fá þau til að borða grænmeti er að “fela” það. Ég bý oft til súpur frá grunni eingöngu úr grænmeti og nefni þær hinum ýmsu nöfnum eins og t.d. Spiderman súpa, prinsessusúpa, Dórusúpa, Transformers súpa og bara hvað sem mér dettur í hug og þeim finnst það svo spennandi að oftast borða þau súpuna upp til agna.
Þeim finnst líka rosalega gott að að fá ávaxta boozt og þá bæti ég til dæmis avocado, spínati og selleríi við alla ávextina án þess að þau vita og þetta borða þau með bestu lyst.
Flestum börnum finnst hundasúrur æðislegar og ég “rækta þær nú bara” sjálf hérna heima fyrir þau og leyfi þeim að narta í eins og þeim langar. Þetta er svo einfalt, bara skola spínat og kreista smá sítrónusafa yfir.
Það er einnig sniðugt að sjóða blómkál og stappa saman við kartöflur þegar það er til dæmis soðin ýsa í matin.
Leyfðu þeim að taka þátt í eldhúsinu, hjálpaðu þeim að skera niður paprikur, skola salatið og fleira sem þer dettur í hug. Börnum finnst oft spennandi að borða það sem þau gera sjálf.
Í gær vorum við hjónin með grillaða hamborgara í matinn nema við keyptum grænmetisborgara í staðin fyrir kjöt og þeir voru svo góðir, miklu betri að mínu mati heldur en venjulegir hamborgarar. Þriggja ára dóttir mín kláraði heilan hamborgara án þess að vita að hann væri úr grænmeti.
það er svo margt hægt að gera til að fá börnin til að borða grænmeti. Endilega prófaðu þig áfram með þetta og mundu að við foreldrarnir erum fyrirmynd barnanna, ef að þú borðar ekki grænmeti þá eru meiri líkur á að barnið þitt geri það ekki.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.