Ég get eiginlega ekki lýst því hvað uppgötvun um allskonar ólíkar uppeldisaðferðir breytti miklu fyrir mig og mína fjölskyldu!
Áður en ég eignaðist strákinn minn þá vissi ég lítið sem ekkert um börn og barnauppeldi, brjóstagjöf eða neitt tengt þessum málum.
Ég var örugglega þessi sem skildi ekkert í þessum börnum sem grétu úti í búð eða á veitingastöðum þó mér hafi alltaf verið voðalega hlýtt til allra barna sem ég hef hitt.
Við kærastinn minn kynntum okkur hinar ýmsu uppeldisaðferðir, og við létum son okkar sofa sjálfan í sínu rúmi og sofna sjálfan þegar hann var pínu lítll, fórum eftir allskonar leiðum sem bara áttu ekki við okkur.
Oft leið okkur illa að fara eftir þeim, sem átti strax að segja okkur að þetta hentaði okkur ekki. Sonur okkar er margt og meðal annars góðhjartaður, ákveðinn og tilfinningamikill.
Einhvernvegin komu til mín nýjar leiðir – sem fókusera meira á tengsl, virðingu og þolinmæði – þá fór ég að lesa og hlusta á fyrirlestra og spá og spegúlera, og það var eins og eitthvað hefði smollið í hausnum á mér!
Strákurinn minn og ég viljum kúra saman og lesa bók fyrir svefninn og liggja saman þangað til hann sofnar – við viljum nándina og okkur líður vel þannig – sama þó öðrum þyki eitthvað annað miklu betra en það er bara frábært líka að aðrir finni sínar leiðir á annan veg en við!
Ef ég væri svo reið að ég gæti ekki hætt að vera reið, hvað myndi ég eiginlega gera ef kærastinn minn færi að öskra á mig eða setja mig út í horn?
Ég vil kenna honum að skilja tilfinningarnar sínar og útskýra af hverju sumt má gera og annað ekki.
Ég vil hjálpa honum að læra að stjórna reiðinni sinni frekar en að vera reið þegar hann er reið – það meikar ekki sens fyrir mér að vera reið við barn sem nær ekki að stjórna tilfinningunum sínum.
Hans tilfinningar skipta máli
Ef ég væri svo reið að ég gæti ekki hætt að vera reið, hvað myndi ég eiginlega gera ef kærastinn minn færi að öskra á mig eða setja mig út í horn?
Ég samþykki tilfinningarnar sem hann er að upplifa, þó ég sé ekki að samþykkja hegðunina þá breytir það því ekki að svona líður honum og hans tilfinningar skipta máli!
Ég gef honum smá tíma áður en við förum af stað, t.d. ef við erum á róló þá segi ég við hann að hann megi renna einu sinni enn svo ætlum við að fara í bílinn – og ég segi honum hvað við ætlum að gera og hvenær svo hann er “með” í öllu saman.
Gerum leik úr því sem er leiðinlegt
Ég reyni að gera spennandi þá hluti sem honum leiðist – keppni hvor er á undan í beltið, hver er fyrstur að bílnum og þess háttar.
Lífið er svo fallegt, börn eru svo falleg og þau eru einstaklingar með vilja, þau eru að læra, þau eru klár! Hvar liggja mörkin, hvað má ég, má ekki að prófa þetta og sjá hvað gerist? Frábært!
Barnið vill læra, barnið er með tilfinningar og skap, barnið er ákveðið – hver vill ekki vera ákveðinn í framtíðinni og forvitinn?
Setjum okkur á þeirra plan, sýnum þeim athygli – þegar börnin okkar eru að tala við okkur, segja okkur eitthvað eða sýna þá líður þeim auðvitað illa ef við erum að hanga í símanum og heyrum ekki í þeim. Þetta er samt svo algengt og ég hef alveg verið að skrolla á Facebook meðan hann sýnir mér eitthvað, eins og eflaust allir.
Reyndar erum við á okkar heimili að vinna í því að setja okkur mörk á þessum stutta tíma þegar strákurinn er heima eftir leikskólann þá erum við bara saman, símar geta beðið í nokkra tíma.
Honum líður betur þegar ég er örugg
Ég set honum mörk, ég stend við það sem ég segi og ég passa að hann finni ekki óöryggi í mér – þegar ég ákveð eitthvað þá er það þannig, sem lætur hann vita að það þýðir ekkert að vera með vesen og honum líður vel þegar hann finnur að ég er örugg – ef ég á slæma daga finn ég mun á honum.
Þegar það kemur upp tímabil þar sem hann er reiður eða “óþekkur” þá er ég ekki reið eða fúl yfir því. Þá skoða ég hvers vegna, hugsa um hvað gæti verið að angra hann, sýni honum meiri athygli og hjálpa honum í gegnum þessi tímabil með ró, þolinmæði og passa mig að fara ekki í tilfinningalegt uppnám. Þetta getur verið rosalega erfitt en ég veit hvert takmarkið mitt er!
Ég veit að þegar hann er í ójafnvægi þá er ég að hjálpa stráknum mínum að komast yfir erfitt tímabil, þetta er tímabil þar sem hann sjálfur getur lært svo margt og verður betur tilbúinn í næsta tímabil ef við förum rétt að.
Strákurinn minn og ég viljum kúra saman og lesa bók fyrir svefninn – við viljum nándina. Okkur líður vel þannig – sama þó öðrum þyki eitthvað annað miklu betra en það er bara frábært líka að aðrir finni sínar leiðir á annan veg en við!
Ég gef mér tíma, ef hann vil ekki setjast í bílstólinn þá bara sest ég með honum aftur í og spjalla, ef ég er að sækja hann og hann vill ekki koma þá bara stend ég aðeins hjá og leyfi honum að klára það sem hann er að gera – ég meina ef það er ótrúlega gaman hjá þér og einhver ætlar að koma og taka þig heim strax væri það ekki frekar pirrandi?
Viltu ekki fá 5-10 mínútúr til að klára og sætta þig við það að skemmtunin er búin?
En þegar ég segi nei þá er það nei og það er ekkert hægt að tauta um það, en ég dreifi athyglinni ef ég get og sýni honum eitthvað annað í staðinn.
Tvennar buxur og risaeðluskór
Á morgnanna þá kem ég með tvennar buxur og spyr hvort hann vilji rauðu eða grænu buxurnar í dag, við ákveðum að rauðu skórnir eru risaeðluskór og hinir eru strandarskór sem gerir allt aðeins meira spennandi. Ég gef honum val.
Ég “svindla” allskonar sem gerir alla aðeins glaðari: og í hvert sinn sem það kemur eitthvað upp þá stoppa ég og hugsa hvort þessi barátta sé þess virði. Ég ætla ekki að segja nei við öllu, hann má alveg stjórna stundum, en þegar það skiptir máli þá stjórna ég og þar sem hann fær líka að stjórna stundum þá á hann auðveldara með það þegar ég þarf að ákveða.
Ég gef honum tíma: eftir leikskóla þá gerum við yfirleitt alltaf eitthvað smá fyrir hann, ég veit það hafa ekki allir tíma í það, en ég hef tímann og við borðum þá bara matinn aðeins seinna. Ég reyni að leyfa honum að ráða, eigum við að fara á róló eða eigum við að kíkja á ströndina? Eigum við að fara í bílinn eða fara í labbitúr?
Matvörubúð er algjör óþarfi með strákinn: nema honum langi að fara, það er opið í búðum frameftir öllu og við erum tvö á heimili, af hverju að fara með þreyttan strák í erfiðar aðstæður ef maður þarf þess ekki?
Ég ber virðingu: fyrir stráknum mínum, hans tilfinningum og hans rétti til að hafa skoðanir!
Ég er ekki fullkomin og geri mistök: og þetta er ekki leið fyrir alla – en þetta er leiðin fyrir okkur. Núna er bók á náttborðinu minu sem heitir No Bad Kids og er eftir Janet Lansbury og var að koma heim til min fyrir nokkrum dögum, ég pantaði hana notaða á Amazon fyrir lítinn pening – sem eg mæli mikið með!
Ég get ekki lýst þakklæti mínu fyrir að hafa kynnst þessum aðferðum og geta dílað við erfiðar aðstæður rétt fyrir okkur og hlakka til að halda áfram að læra!
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.