Þegar við verðum foreldrar snýst öll tilveran við. Þá eru það ekki lengur bara við sjálf sem þarf að passa uppá, nei…
…þarna er mætt lítið kríli sem þarf á þér að halda alla daga í gegnum allar þrautir og gleðistundir tilverunnar fram til 18 ára aldurs.
Spurningin er hvaða eiginleika verðum við að hafa til að geta tekið vel á móti þessum nýju einstaklingum í lífið. Hvaða eiginleika hafa foreldrar sem byggja börn sín upp með jákvæðum hætti svo að úr verði sterkir og góðir einstaklingar í flottu jafnvægi?
Hér eru 20 hugmyndir:
- Alltaf ástrík, alltaf til í að gefa knús og faðm og kossa.
- Reyna að sjá lífið frá sjónarhorni barnsins. Spurðu það álits í hvert sinn sem það er hægt eða viðeigandi.
- Þolinmæði – og meiri þolinmæði. Og aðeins meiri þolinmæði.
- Settu mörk. Annars færðu bara lítið skrímsli sem veður yfir allt og alla.
- Gefðu ást þína án skilyrða.
- Sjáðu til þess að barnið þitt fái stundir með þér einum eða einni. Ef þú átt eitt barn skaltu líka sjá til þess að bara þið tvö eða þið tvær fáið góðar stundir saman.
- Agi er góður. Mjúkur agi án alls ofbeldis. Þegar þú segir NEI þá verðuru að meina það og standa við það. Með þessu forðastu að ala upp ofdekraða krakka.
- Þegar þú kemur með nýjan einstakling í heiminn skaltu vera viss um að hann/hún sé efst á forgangslistanum þínum og vertu líka viss um að barnið fái að vita það. Þannig verður það sjálfsöruggur einstaklingur.
- Vertu foreldri barnsins, ekki vinur, svona fyrstu 18 árin. Ekki fyrr. En einmitt þá máttu byrja að verða vinur og um tvítugt mun barnið þitt átta sig á hvað þú varst í raun og veru að gera fyrir það. Það er snilld.
- Vertu tilbúin að fá yfir þig piss, kúk og gubb til að byrja með.
- Hafðu húmorinn í lagi.
- Fókuseraðu á jafnvægi.
- Vertu viss um að þú sért alltaf að reyna að gera þitt besta og ef ekki skaltu viðurkenna mistökin, bæta fyrir þau og gera betur næst.
- Vertu viss um að geta farið í gegnum allskonar erfiða tíma með barninu.
- Lærðu að slaka svolítið á.
- Fríkaðu ekki út þó allt sé ekki fullkomið eða eins og einhver annar vill hafa hlutina.
- Taktu tíma frá foreldrahlutverkinu til að geta komið aftur úthvíld og öflugri í hlutverkinu.
- Hugsaðu áður en það er æpt eða slegið og lærðu svo að lifa með samviskubitinu ef þetta gerist.
- Læstu öllu mögulegu sem börnin mega ekki komast í til að þurfa ekki að segja NEI aftur og aftur.
- Hrósaðu börnunum í hvert sinn sem þau gera eitthvað vel eða rétt.
Gangi okkur vel!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.