Það getur verið flókið mál að sinna foreldrahlutverkinu svo vel sé. Það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur að það sem er í raun mikilvægast í uppeldinu, tíminn sjálfur, gufar upp.
Svo rankar maður við sér og hugsar – omg! Er barnið mitt komið með bílpróf?!
Hér koma 14 áskoranir á okkur sem erum foreldrar.
Þessar áskoranir hjálpa okkur að tengjast krökkunum okkar betur og mynda enn sterkari tengsl við þessar elskur.
Við verðum betri mömmur af því að prófa þessa 14 daga áskorun. Tökum eitt fyrir í einu. Einn dag í senn.
Vittu til – að tveimur viknum liðnum mun fjölskyldunni líða betur og hamingjustigið hækkar á heimilinu.
14 daga foreldra áskorun
1. Farðu í gegnum heilan dag með barninu án þess að byrsta þig eða hækka róminn.
2. Leyfðu börnunum/barninu að undirbúa kvöldmatinn með þér. Það er skemmtilegt að tengjast yfir dútli við kvöldmatinn. Alls ekki stressa þig á þessu.
3. Lesið brandarabók saman fyrir háttinn. Það er gott og gaman að hlægja með barninu sínu.
4. Prófaðu að leggja frá þér símann eða annað sem þú ert að gera og HLUSTAÐU á barnið þitt með virkri hlustun.
5. Skildu eftir sæta miða handa barninu, í rúminu, nestisboxinu, skólatöskunni.
6. Farðu í labbitúr með barninu þínu og segðu því hvað þér þyki vænt um það. Knúsaðu barnið utan heimils. Sýndu því ástúð.
7. Settu góð lög á. Haldið tveggja manna danspartý.
8. Passaðu upp á myndir og föndur. Láttu barnið vita að það sem það gerir skipti þig máli.
9. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa. Knúsa.
10. Tækjalausi dagurinn. Slökkt á öllum tækjum. Farið í borðspil, föndrið. Gerið eitthvað sem eflir samveruna.
11. Ef þú átt fleiri en eitt barn, deildu þá bara tíma með einu í senn og skjóttu verkefnum barnsins á frest þar til síðar.
12. Farðu inn í herbergi til barnsins og taktu eftir hvernig það er búið að skreyta í kringum sig. Hvaða stemmningu það kýs að hafa hjá sér. Spjallaðu við barnið og leiktu inni í herbergi hjá því.
13. Skiptu um hlutverk við barnið. Það fær að vera foreldri og þú átt að vera barnið. Þetta gæti opnað augu þín svo um munar.
14. Viðurkenndu allar tilfinningar sem barnið þitt kann að hafa án þess að reyna að leiðrétta þær. Leyfðu því að líða eins og því líður.
Prófaðu að gera þetta einn dag í senn, eins og hentar fyrir þig og fjölskylduna. Fyrirgefðu sjálfri þér ef þetta mistekst en gerðu þitt besta.
Gangi þér vel!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.