Það er eflaust eitthvað einkennilegt, barnið sem hefur ávallt allt í fullkominni röð og reglu í herberginu sínu því krökkum fylgir alltaf ákveðin kaos og óreiða.
Ótrúlegt en satt… það er þó til nokkuð góðar aðferðir til að fá krakka til að taka til í herbergjum sínum, ráð sem hafa verið prófuð af hinum ýmsu sérfræðingum í uppeldi barna. Eftirfarandi 10 aðferðir ættu að hjálpa ykkur að gera tiltektina auðveldari.
1. Gerðu leik úr því
Búðu til einfalt markmið eins og að safna saman óhreinum fötum eða ganga frá kubbum og settu tímamörk. Ef barnið nær að klára verkefnið á fyrirfram ákveðnum tíma fær það verðlaun, eins og t.d. að vaka korteri lengur en vanalega eða gera eitthvað annað sem þeim finnst spennandi og skemmtilegt. Til að auka á spenninginn er um að gera að stilla skeiðklukku, t.d. í snjallsíma, og leyfa barninu að fylgjast með hvernig klukkan tifar.
2. Skapaðu rútínu
Allt í lífi barna (og okkar flestra) virkar betur ef það er gert með sama hætt, á sama tíma og með jafn löngu millibili.
Til dæmis að hafa alltaf 15 mínútur áður en háttatíminn er undirbúin eða strax eftir skóla. Það gerir verkefnið fyrirsjáanlegt fyrir barnið og þar með auðveldara.
3. Gefðu verðlaun og taktu réttindi
Ekkert yfirmáta dramatískt. Bara einföld og góð verðlaun fyrir vel unnin störf eða lítilvæg réttindaskerðing ef ekki er tekið til í herberginu eins og búið er að semja um. Þá er til dæmis farið 30 mínútum fyrr í háttinn en vanalega eða minni skjátími. Ekki vera of ýkt með þetta þó því þá gæti farið í gang valdatogstreita sem við viljum ekki. Ef barnið heldur herberginu sínu fínu í heila viku án þess að þú skiptir þér neitt af því er vel til fundið að fagna!
4. Skammtaðu vasapeninga
…Eða tengdu saman ástandið á herberginu við vasapeninga. Reglan er einföld – ‘Ef þú tekur ekki til í herberginu þínu þá taparðu peningum’. Þetta þýðir að sumar vikur fá börnin ekki þá vasapeninga sem þau ættu að fá ef þau fylgdu planinu. Þetta kennir þeim í leiðinni orsaka og afleiðingasamhengi fjármála, og að maður þarf aðeins að hafa fyrir lífinu.
5. Gerðu lista
Með því að teikna upp verkefnin og tékka svo við hvað er búið að gera fá börnin skýra mynd af því út á hvað tiltektin gengur. Fyrir yngri krakka er gaman að líma broskarla í reitina en aðgerð má skipta niður í:
1. Hreint gólf.
2. Búa um rúmið.
3. Auðir borðfletir.
6. Fækkaðu leikföngum
Flestir krakkar eiga allt, allt, allt of mikið af dóti. Þetta er einfalt: Því meira dót sem þau eiga því meira þarf að taka til og þannig getur verkefnið orðið óyfirstíganlegt fyrir þeim. Sumir leggja til að krakkar ættu að hafa 10 leikföng í gangi hverju sinni en svo má skipta þeim út af og til.
7. Ekki sortera of mikið
Það er alveg óþarfi að sortera legókubba eftir litum nema barnið sé að fíla slíkt skipulag í botn. Það gerir tiltektarverkefnið bara flóknara og erfiðara fyrir barnið. Hafðu þetta eins einfalt og kostur er.
8. Kenndu þeim
Börn kunna ekki verklagið við tiltektir. Þegar þú segir þeim að “Taka til í herberginu sínu” þá vita þau jafnvel ekki um hvað þú ert að tala. Hafðu fyrirmælin skýr, kenndu þeim hvernig á að byrja og hvað á að gera.
9. Eitt í einu
Að vinna í lotum gerir allt einfaldara. Til dæmis getur kvöldrútínan gengið út á að ganga frá dóti og taka fram föt og skólatösku fyrir næsta dag. Að kalla þetta til dæmis ‘kvöldverkin’ eða ‘laugardagsverkin’ eftir því sem við á einfaldar verkefnið fyrir börnunum.
10. Höfum þetta skýrt
Höfum væntingarnar skýrar: ‘Hreint herbergi, getur þýtt allskonar í hugum ólíkra einstaklinga. Settu niður á blað hvað barnið á að gera og hvernig herbergið á að vera þegar það er orðið hreint. Til dæmis; Engar tómar umbúðir í herberginu, öll óhrein föt í óhreinatauskörfuna og svo framvegis.
Prófaðu einhverjar af þessum aðferðum á krakkana þína og sjáðu hvort herbergið verður ekki hreint og fínt í framtíðinni. Það er aldrei að vita nema þetta takist!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.