Mig langaði að deila með ykkur hverjar uppáhalds snyrtivörurnar mínar eru í augnablikinu, en það er mjög breytilegt eftir árstíð og stemningu!
1. Kókosolía
Já, ég kalla þetta snyrtivöru því ég nota þessa olíu til að hreinsa farðann á kvöldin, og þetta er á gríns besti farðahreinsir sem ég hef notað! Ég nota reyndar líka tóner eftir á því ég vil ekki að fitan sitji eftir á húðinni. Frábærlega ódýr og góð og heilsusamleg leið.
2. L’Occitane immortel glossið
Þessi gloss er bara algjört æði! Hann er léttur og gefur vörunum svo fallegann, mildan, bleikann gljáa. Svo klístrast hann ekkert. Ég nota vanalega aldrei gloss en þessi náði mér alveg og ég er með hann daglega.
3. L’Occitane PampleMousse húðmjólk
Elska elska ELSKA þessa húðmjólk! Ég fjallaði um hana ekki fyrir svo löngu, sjá hér, og brúsinn er næstum því tómur. Lyktin er svo góð og frískandi og skilur húðina eftir alveg silkimjúka. Rabarbarabodylotion já takk.
4. Flake Away skrúbbur frá Soap&Glory
Þessi fæst ekki á Íslandi, því miður en þetta er besti kornaskrúbbur sem ég hef prófað, lyktin er svo ótrúlega góð og húðin verður æðisleg eftir hann. Svo eru umbúðirnar líka svo flottar. Ég kaupi alltaf slatta af skrúbbnum þegar ég fer erlendis, svo mikið elska ég hann.
5. MAC mineralized powder Global Glow
Smá shimmer hefur aldrei drepið neinn. Þetta er algjör snilld sem þarf bara oggu ponsu pínu lítið af og maðurinn verður glóandi sætur. Alls ekki nota þetta samt sem blush, það yrði einum of mikið.
6. MAC bursti nr 208
Ég mun aldrei nota neitt annað til að móta augabrúnirnar mínar en þennan bursta. Ég er með þykkar og fínar augabrúnir sem vilja þynnast dálítið útí endana og ég þarf að bæta smá í þær til að virðast ekki vera með hálfa augabrún. Þessi bursti gerir mér kleift að móta þær eins og ég vil. Hann er möst.
7. They’re Real maskarinn frá Benefit
Þessi vara fæst heldur ekki á Íslandi en þennan maskara hef ég notað lengi, hann klikkar aldrei. Ótrúlega góður hversdags maskari sem virkar vel til að gera augnhárin dramatískari með því að setja bara aðeins meira. Hann fæst reyndar hjá Saga Shop í Icelandair vélunum og kostar þar 2.700 svo ef þú þekkir einhvern eða ert sjálf að fara út með Icelandair þá er bara um að gera að pikka í viðkomandi. Sjálf geturðu gengið frá kaupunum á netinu.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður