Mig langar að segja þér frá uppáhalds snyrtivörunni minni en það eru serum droparnir Advanced Night Repair frá Estee Lauder.
Ég er búin að nota þessa dropa síðan vorið 2013, get hreinlega ekki hætt að nota þá. Serum droparnir eru með þeim fyrstu sem voru hannaðir í heiminum en þeir hafa verið í stöðugri þróun síðan. Þeir eru alveg gríðarlega vinsælir um allan heim og eru um það bil 10 flöskur seldar á hverri mínutu.
Serum droparnir gera húðina svo fallega að ég sé það um leið ef ég hef gleymt að nota þá í nokkra daga. Það þarf aðeins 1-2 dropa á allt andlitið og þeir eru þess vegna mjög drjúgir. Til að gefa þér hugmynd um hversu drjúgir þeir eru þá er ég búin með 1/4 af flösku nr. tvö. Eins og öll serum þá fara þeir á hreina húð áður en rakakrem er borið á húðina. Það má nota þá kvölds og morgna og verður hver og ein að meta það sjálf hvort hún vill gera það. Ég læt mér vanalega nægja að nota þá einungis fyrir nóttina en ef ég er að fara eitthvað fínt út þá skelli ég þeim alltaf á mig.
Advanced Night Repair droparnir gera við skemmdir í húðinni, líka þær sem við sjáum ekki.
Skemmdirnar geta til dæmis verið af völdum UV geisla og mengunar. Þeir fylla húðina af raka og flýta fyrir frumuskiptingu.
Þannig vinnur serumið á öldrunarmerkjum eins og fínum línum og vinnur í því að fyrirbyggja framtíðar hrukkur og slappri húð.
Eitt sem ég hef tekið eftir með notkun þessara dropa að mér finnst þeir alveg rosalega góðir gegn hormónabólum. Ég var mjög gjörn á að fá þessar leiðinlegu hormónabólur þegar ég var ólétt en þegar ég notaði dropana þá hurfu þær alveg! Ég get því ekki mælt meira með seruminu fyrir konur sem eiga við það vandamál að stríða.
Fyrir allan aldur!
Advanced night repair droparnir eru fyrir alla. Hvort sem það eru ungar konur sem vilja fyrirbyggja framtíðar öldrunarmerki eða eldri konur sem eru komnar með djúpar línur og vilja minnka þær á sama vinna í því að fyrirbyggja fleiri línur. Þetta er að mínu mati besta serum sem ég hef prófað til þess að jafna áferð húðarinnar, auka ljóma og rakastig húðarinnar.
Blandaðu út í meikið
Það er líka svo sniðugt hvernig það er hægt að nota það á fleiri vegu en bara sem serum. Það er t.d. mjög fallegt að blanda því út í meik og fá þannig meiri ljóma. Einnig er líka mjög gott að doppa því yfir farða þegar líða tekur á daginn og manni vantar smá auka booost fyrir húðina. Þá setur maður einn dropa og dreifir honum á alla fingurgómana, doppar svo hratt yfir andlitið án þess að hreyfa við förðuninni.
Í lagi fyrir viðkvæma húð
Andvanced Night Repair droparnir innihalda engin ilmefni sem svo algengt er að fólk hafi ofnæmi fyrir. Þeir innihalda hins vegar fullt af vítamínum og andoxunarefnum. Þeir innihalda líka hyaluronic sýru sem er innihaldsefni sem allar konur með áhuga á snyrtivörum eiga að vita hvað er. Sýran finnst náttúrulega í húðinni þar sem hún bindur alveg gríðarlegt magn af vatni og hjálpar húðinni til þess að lagfæra UV skemmdir. Með aldrinum minnkar framleiðslan á sýrunni, rakastig húðarinnar minnkar og UV skemmdir verða sjáanlegri. Það er því gríðarlega gott þegar snyrtivörur innihalda þessa sýru.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com