35 ár eru liðin síðan þjóðin valdi Vigdís Finnbogadóttur sem forseta Íslands. Af því tilefni verður efnt til hátíðarhalda á Arnarhóli á morgun.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur annast skipulag hátíðarhaldanna í samstarfi við Alþingi, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, skógræktar- og landgræðslufélög ásamt fjölda annarra stofnana og félagasamtaka. Meira um viðburðinn hér.
Fyrir mér var Vigdís Finnbogadóttir ekki forseti í skilningi þess orðs. Hún var leiðtogi í fullu starfi og ekki bara það. Hún var frænka okkar, móðir, amma, vinkona, fyrirmynd. Allt hennar starf í þágu íslensku þjóðarinnar var gert af kærleik og ég held að enginn Íslendingur sé jafn dáður og hún.
Takk Vigdís fyrir umhyggju þína, dugnað og kraft.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.