Í sumar var ég svo heppin að kynnast augnháralengingum hjá snyrtistofunni Makeover. Þetta er hin mesta snilld vegna þess að þetta bjútítrix er ..
- Frábært fyrir konur á hraðferð.
- Frábært fyrir konur sem finnst leiðinlegt að setja á sig maskara dagsdaglega og þrífa hann af.
- Frábært fyrir konur sem sofa yfir sig og hafa ekki tíma til að setja upp andlitið.
- Frábært fyrir konur sem vilja ekki vera myglaðar í ræktinni á morgnana.
- Frábært fyrir konur sem ferðast til útlanda; engin fyrirhöfn, sparar tíma og engar áhyggjur af því að maskarinn leki t.d. á ströndinni.
- Frábært fyrir konur sem eru alltaf seinar eða lengi að taka sig til fyrir djammið.
Hún Þórey hjá Makeover er mjög fær í ásetningu á augnhárum. Hún notar stök augnhár en hægt er að velja um mismunandi þykkt, sveigju og lengdir frá 6mm-15mm.
Ég hef bæði fengið mér silki og trefja hár. Silki hár gefa ótrúlega fallegt og náttúrulegt útlit vegna þess að þau eru létt og ég verð að segja að ég finn ekkert fyrir þeim (mikill plús). Þá er líka hægt að fá lengingu úr trefja hárum en þau gefa aðeins meiri fyllingu þar sem þau eru örlítið grófari en silki hárin. Þessi augnhár eru góð fyrir þær sem vilja meira glamúr lúkk.
Lengingarnar mína hafa enst í 4-6 vikur. Ég hugsa vel um þær og fer eftir öllum tilmælum Makeover:
– Ekki bleyta augnhárin næstu 12-24 tímana eftir ásetningu/lagfæringu – límið þarf að taka sig.
– Það má nota maskara en alls ekki vatnsheldan.
– Forðastu að nota augnfarðahreinsi sem inniheldur olíu.
– Alls ekki nota augnhárabrettara.
– Alls ekki reyna að fjarlægja lengingarnar heima – best er að fara á Makeover þar sem notaður er sérstakur remover til að leysa upp límið.
– Ekki kroppa, nudda eða toga í augnhárin.
– Það þarf að meðhöndla lengingarnar með varkárni. Vera mjúkhent og vera meðvituð um að þær eru viðkvæmar.
Ef þið viljið kynna ykkur augnháralengingarnar hjá Makeover nánar þá er hér Facebook síðan þeirra, þar getið þið t.d. séð myndir af lengingunum.
Augnháralengingarnar hennar Þóreyjar hjá Makeover eru án nokkurs vafa besta bjútítrixið sem ég hef prófað á árinu, fimm af fimm!
[usr 5]Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.