Stundum fallast manni hendur yfir óréttlæti og ljótleika í heiminum. En það er virkilega hægt að láta gott af sér leiða. Meira að segja þótt maður sé bara táningur!
Natalie Warne er dæmi um ungling sem lét til sín taka.
Natalie ofbauð hvernig einn maður í Úganda að nafni Joseph Kony hafði rænt yfir 30 þúsund börnum og stofnað her. Hann hafði sem sagt bókstaflega rænt heilum her barna! Þessi börn þjálfaði hann til þess að drepa. Það voru ekki einu sinni pólitískar ástæður á bakvið. Hér var einfaldlega um að ræða mann sem þjálfaði börn jafnvel til þess að drepa eigin fjölskyldumeðlimi. Og það sem verra var, þetta hafði gengið á í yfir 25 ár!
Þrátt fyrir að vera svona ung, ákvað Natalie að gera allt í sínu valdi til þess stöðva þennan hrylling. Hún ákvað að hætta um stund í skóla og fara að vinna launalaust að herferð gegn ofbeldinu með samtökunum “Invisible Children Project”.
Í dag hafa samtökin náð miklum árangri og sannfært Bandarísk stjónvöld um að láta til sín taka þrátt fyrir að það hafi engan fjárhagslegan ávinning fyrir Bandaríkin eða ógni öryggi þjóðarinnar. Með sameiginlegu átaki Natalie og hundruðum annara unglinga náðu þau loks eyrum stjórnvalda sem ákváðu í október 2011 að senda hundrað hermenn til Úganda til þess að hjálpa þarlendum yfirvöldum að handsama Kony.
Það veitir manni mikinn innblástur og gleði að sjá að ungt fólk getur haft áhrif og það getur breytt heiminum.
Best er að leyfa Natalie sjálfri að útskýra ferlið sem hún fór í gegnum (kannski virkar myndbandið væmið á hinn fræga ameríska máta en þá verður maður bara að horfa framhjá því og hlusta á boðskapinn) :
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=FszSc7Fb8ss[/youtube]Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.