Gullfallegar ungar stelpur geta verið ákaflega harðar við sjálfar sig þegar kemur að útlitinu. Og reyndar á þetta ekki aðeins við um stelpur því ungir strákar geta líka verið harðir við sig og talað sjálfa sig niður.
Og það er eins hér á Íslandi og í Ameríku en þar fékk ein falleg sál fullnóg af því að heyra skólafélaga sína tala illa um sjálfa sig.
“Mér fannst orðið óbærilegt að heyra fólk tala niðrandi um sjálft sig á hverjum degi svo ég skrifaði skilaboðin “Þú ert falleg/ur” á 1.986 post-it miða og límdi á hverja einustu skápahurð sem ég fann í skólanum,” segir Ashley Monroe, 16 ára bloggari frá Massachusetts á vef Huffington post.
“Krakkarnir voru alltaf að rífa sig niður með því að segja ljóta hluti… ‘Ég er ljótur’ eða ‘Það fílar mig enginn’ og svo framvegis en fyrir mér var þetta bara alls ekki satt. Mig langaði, þó ekki væri nema bara einn dag, að fólki gæti liðið eins og það væri fallegt,” bloggar hún en þessi góða stelpa var í meira en 6 klukkutíma að skrifa á alla miðana. Svo fékk hún hjálp vinkonu sinnar við að festa þá á skápahurðirnar.
Ashley ætlaði ekki að segja neinum frá þessu en var kölluð til skólastjórans eftir að sást til hennar á öryggismyndavélum. Til stóð að vísa henni frá skólanum í að minnsta kosti þrjá daga og ekki leið á löngu þar til fréttin var komin um allann skólann. Það var þá sem samnemendur hennar svöruðu með því að safna undirskriftum og á endanum voru komin yfir 600 nöfn á listann, frá bæði nemendum OG starfsfólki skólans.
“Mér fannst svo magnað að fólk skyldi gera þetta fyrir mig. Mér fannst ég allt í einu virkilega falleg sjálf, allann þennan dag leið mér rosalega vel og ég held að mér hafi tekist að láta mörgum í skólanum líða vel líka,” skrifar Ashley sem eignaðist líka nýja vinkonu eftir þennan dramatíska dag.
“Hún kom til mín nokkrum dögum síðar. Ég vissi ekkert hver hún var þá en hún sagði mér að þennan dag hafi hún ætlað að taka sitt eigið líf en hafði hætt við þegar hún sá öll skilaboðin. Þetta gaf henni trú á fólki”.
Virkilega falleg frásögn og greinilegt að það getur margborgað sig að gera góðverk án þess að reikna með að fá nokkuð til baka.
Smelltu hér til að fylgjast með Ashley.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.