Allar ungbarnamæður hafa upplifað svefnlausar nætur og þekkja af reynslu hvernig ungabörn gráta oft látlaust, eða gefa frá sér hin ýmsu smábarnahljóð: „Eh, neh.. NEHHH.“
Ung kona með sérstakan hæfileika til að greina ýmiskonar hljóð hefur lært að skilja tungumál hvítvoðunga!
Að hennar mati tala nefnilega ungabörn öll sama tungumálið, óháð kynþætti, þjóðerni eða kyni. Í stuttu máli byggir tungmumáið á fimm hljóðum sem lítil börn nota til að tjá sig.
Mæður þurfa aðeins að hlusta á barnið gaumgæfilega til að greina þessi fimm einföldu hljóð – alger snilld:
„Neh“ – ég er svöng
„Owh“ – ég er þreyttur og sybbinn
„Eh“ – ég þarf að ropa
„Heh“ – ég vil láta skipta á mér
„Eairh“ – ég er með vindgang
Hér er svo viðtal við konuna í þætti hjá Ophru:
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.