Christina Aguilera lítur á ilmvötn sem tæki til að efla sjálfstraust kvenna og fá þær til að líða vel.
Ilmlína Christinu hefur unnið til margra verðlauna en hún samanstendur af ilmafbrigðum sem hafa öll sín séreinkenni:
- Christina Aguilera ilmurinn stendur fyrir glæsileika.
- By Night er léttúðugt
- Royal Desire íburðamikið
- Secret Potion er hvetjandi
- Red Sin tælandi
- og Unforgettable sígilt
Hvert einasta afbrigði í ilmsafni Christinu á að standa fyrir tjáningu óhefts anda hennar og endurspegla þann kraftmikla persónuleika sem hun býr yfir.
Mér finnst Unforgettable og bara allir ilmirnir hennar Christinu mjög góðir. Unforgettable er afar fágaður, langlífur ilmur sem er samsettur úr íburðamiklum tónum. Topptónninn er granatepli, hjartatónninn jasmín og tyrknesk rós og grunnurinn vanilla.
Hér má svo sjá myndbrot þar sem Christina útskýrir hugmyndina að baki ilminum en einnig er skyggnst á bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar fyrir Unforgettable.
[youtube]http://youtu.be/QzXZbfg8qbA[/youtube]Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.