Marlies Dekkers er hollenskur undirfatahönnuður, geysilegra vinsæl vegna línu sem hún hefur hannað síðan 1993.
Marlies er nú með undirfataverslanir í Amsterdam, Paris, Bangkok og New York en hún hefur unnið hörðum höndum að því að finna hinn fullkomna brjóstahaldara og segir meðal annars í myndbandinu að haldarinn gefi brjóstunum fullkomnan stuðning og fái brjóstin til að líta út eins og á 15 ára. Já?
Hún á nú þegar stóran hóp aðdáenda og eru stjörnur einnig í þeim hópi t.d. Rihanna, Pink, Britney Spears og Lady Gaga. Marlies Dekkers hefur einnig hlotið verðlaun frá Elle magazine’s sem frumkvöðull ársins og Veuve Clicquot’s viðskiptakona ársins.
Þá er bara að velja sinn brjóstahaldara.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mMqvXgiiJ7o[/youtube]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.