Maður nokkur gekk til geðlæknis vegna þess að hann var haldin þráhyggju fyrir konum sem voru í skyrtum eða jökkum sem höfðu þrönga kraga og ermar.
Best þótti honum ef konan var þybbinn þannig að holdið þrýtist undan ermunum og upp úr kraganum. Ef hann sá slíka konu gat hann ekki lengur hegðað sér eðlilega og datt í stjórnlausa kynóra. Maðurinn byrjaði að leita sér aðstoðar eftir að hafa elt konu í þessum útbúnaði úr strætó. Hann gekk iðandi á eftir henni þar til hún var komin alla leið heim til sín og svo beið hann heila nótt eftir því að hún kæmi út aftur.
Þá var hann orðinn svo svangur og spenntur að það leið yfir hann greyið.
Skerðing á lífsgæðum
Það er víst óhætt að segja að þetta sé ákveðin skerðing á lífsgæðum og viðkomandi maður augljóslega kominn með þetta blæti sitt á fíknarstig, – það er að segja, hann var orðin kynlífsfíkill þó það sem hann upplifði sem kynæsandi hafi verið ólíkt því sem við flest þekkjum.
Blæti fyrir feitum og þybbnum einstaklingum er þó vel þekkt og getur stundum gengið út í miklar öfgar en verstu dæmin eru svokallaðir “feeders”. Það er fólk sem hreinlega dýrkar offitu og gerir allt sem það getur til að fita maka sína líkt og vonda nornin í Hans og Grétu. Upp úr því þróast svo einskonar sadó-masó samband þar sem offitusjúklingurinn verður algerlega háður þeim sem kemur með matinn, þrífur og sinnir daglegum þörfum viðkomandi.
Eðlilegt? Nei varla…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.