Margir hafa gaman af því að plasta annað fólk eða láta plasta sig. Þá erum við að tala um að einstaklingur er tekinn og honum er rúllað inn í eldhúsfilmu þar til hann getur hvorki hreyft legg né lið.
Furðulegt? Já. Sjúklega!!
Þetta er kallað lirfu, eða múmíu-munalosti og er í sömu ætt og bindingahneigð en þó með töluvert meiri tilburðum. Stundum er mannekjan vafinn upp að hálsi og stundum er allur líkaminn hulinn þannig að ekkert er undanskilið nema nefið. Fólk verður jú að geta andað.
Eiginkona Fakírs Mustafa, (sem er einn frægasti masókisti heims), var dómínatrix svokölluð, en dómínatrix er kona sem tekur að sér að ráðskast með fólk á kynferðislegan hátt og fær borgað fyrir. Í bókinni Modern Primitives segir hún frá hermanni sem hafði komið til hennar í lirfumeðferð í töluverðan tíma.
Eftir að hún hafði plastað hann inn oft og mörgum sinnum langaði hann að stíga skrefinu lengra og bað hana um að gipsa sig. Hún sagði bara “show me the money” eins og gengur og gerist í þessum bransa og hann slengdi fram umbeðinni upphæð. Frú Mustafa gipsaði manninn kyrfilega (skildi ekkert eftir nema nefið) og lét hann liggja í marga klukkutíma eða þar til hann fór að umla og bað hana að losa sig.
Þegar hún var búin að berja af honum gipsið og gefa honum vatn spurði hún hann um ástæðuna fyrir því að hann skyldi hafa beðið hana að gera þetta. Þetta hafði enginn pantað áður. Maðurinn sagði henni þá að eftir að hafa barist í Víetnam stríðinu hefði hann gersamlega hætt að hræðast og var farinn að halda að hann væri orðinn algjörlega tilfinningalega frosinn.
Áður en hann fór í stríðið hafði hann alltaf verið haldinn innilokunarkennd og hélt að lirfumeðferð gæti hjálpað honum að finna hana aftur. Að auki fékk hann alltaf eitthvað kynferðislegt kikk út úr frelsisskerðingu, en það kikk var að dofna líkt og hræðslan.
Gips innpökkunin var lokatilraun hans til að finna fyrir hræðslu, og viti menn, hann fékk fulla reisn og varð síðan hræddur –Þetta virkaði!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.