Undarleg blæti nr. 7: Pollagallar og goritex – Þeim finnst rigningin ‘góð’

Undarleg blæti nr. 7: Pollagallar og goritex – Þeim finnst rigningin ‘góð’

Screen Shot 2014-01-28 at 20.39.04

Pollagallar og goritex. Kannski er þessi hneigð í sömu ættkvísl og bleyjudæmið þar sem þetta tengist óneitanlega æskunni?

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er það að klæðast pollagalla mjög algengur munalosti. Oftast vill pollagallafólk vera í pollabuxum af gamla skólanum. Svona eins og þeim sem við könnumst við úr æsku okkar þegar við kjöguðum um á leikvellinum.

Screen Shot 2014-01-28 at 20.39.20

 

Aukahlutirnir eru gúmmístígvél, regnhattar og vettlingar svo fátt eitt sé nefnt. Þessi hneigð er skyld latex og gúmmí áráttu, því pollagallar eru úr samskonar efnum þó að þeir séu mun sakleysislegri á að líta. Pollagallafólk er líkt og margt annað munalostalið ekkert sérstaklega mikið fyrir að stunda venjulegt kynlíf á meðan það er í pollagallanum. Það er nóg að vera bara í honum. Svo kemur hitt kannski á eftir.

Ef þér finnst allt fara af stað við að skoða þessa pollagalla er lag að smella hér. En ef allt er bara eins og áður en þú hófst þennan lestur skaltu bara sleppa því.

Heyrst hefur að Goritexið sé að koma sterkt inn á nýrri öld svo nú er bara að bíða og sjá hvort ekki séu einhver sexí goritex pollagallablöð og myndbönd á leiðinni á markaðinn. Eflaust gaman fyrir skáta, fjallageitur og annað útivistarfólk? Eða?

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest