Þetta finnst eflaust Þorgrími Þráinsyni vera ótrúlega sjúkt, en sumir karlmenn halda varla “vatni” yfir því að sjá konur reykja.
Þetta er t.d. algengt í Bandaríkjunum, en þar er mjög víða bannað að reykja á almennum stöðum og sígarettureykingar og reykingafólk talið vera algjörlega af allra síðustu sort.
Að reykja er semsagt tabú og eins og allir vita hafa mörg tabú alveg öfug áhrif á sumt fólk.
Að gera það sem er bannað verður mest spennandi í heimi. Þess vegna eru margir menn sem spennast allir upp af því að sjá konur sjúga bláan reykinn með rauðum vörum, draga hann ofan í lungu og blása honum aftur út.
Árum saman hefur verið hægt að fá blöð og myndbönd þar sem ekkert er að gerast annað en reykingar.
Sitjandi konur að reykja rettur, standandi konur að reykja rettur, liggjandi konur að reykja rettur; Salem, Winston, Marlboro og Camel. Þær blása hringi, beint upp í loft eða láta reykinn líða út um nasirnar. Slá af í öskubakka, kveikja í annari, stubba, reykja meira.
Við Íslendingar þurfum eflaust ekki lengi að bíða eftir því að karlmenn fái rísandi brók yfir konum sem reykja, þar sem sígarettur og reykingar eru að nálgast það verða meira tabú hér en í heilsulandinu Kaliforníu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.