Þá er komið að þriðju greininni um svokallaða munalosta eða fetish og í kvöld krakkar mínir ætlum við að fræðast um fólk sem elskar sokka.
Sokkar eru mjög algengt blæti en þá er alls ekki sama hvernig sokkurinn er því eins og allir vita er sokkur ekki bara sokkur.
Flestir sem eru haldnir sokka munalosta örvast af nælonsokkum; sokkabuxum eða sokkum sem ná upp á læri, annaðhvort festir með blúnduskreyttri teygju eða sokkabandi. Þetta er mjög algengt og létt klámblöð eins og Playboy eru oftast yfirfull af myndum af konum í þessháttar sokkum.
Örlítið sjaldgæfari er íþróttasokka áhuginn sem gengur út á að horfa á aðra í engu nema íþróttasokkum eða vera sjálf, eða sjálfur, í íþróttasokkum. Íþróttasokkalosti er t.d. mjög algengur meðal homma (búningsklefinn í leikfimi) og karlmanna sem heillast enn mjög táningsstúlkum (gerðist eitthvað á gelgjuskeiðinu? Eða ekkert?).
Sumir hafa flókinn sokkasmekk og þá skiptir miklu hvernig sokkarnir eru á litinn, hvað þeir ná langt upp fyrir ökkla, úr hvaða efni þeir eru, hvort einhver hefur nýverið klæðst honum eða hvort hann er nýkominn úr þvotti.
Stuttir nælonsokkar í skærum litum eru til dæmis ákaflega sjaldgæfur munalosti en þó má finna um þetta sérstakar vefsíður á Netinu þar sem menn skiptast á myndum af fólki í skræpóttum sokkum.
Til dæmis á þessari Facebook síðu skiptist fólk á íþróttasokkamyndum. Þetta virðist nú ákaflega saklaust.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.