Það er staðreynd að fallegur kinnalitur lífgar mikið upp á útllitið. Nýja Lavander vorlínan 2011 frá Lancôme inniheldur einmitt Butterflies Fever kinnalitinn sem ætti að vera ómissandi í allar snyrtibuddur.
Liturinn heitir því yndislega nafni Glowy Ballerina. Hann er í fölum litatónum og hentar sérstaklega vel á ljósan húðlit eins og svo algengur er hérlendis.
Ljósbleikir og ferskjulitaðir tónar leika saman í fallegri öskju sem geymir dásemdina og ofan á litunum flögra lítil purpuralit fiðrildi. Heiðurinn af fiðrildahönnunni á Alexis Mabille en fiðrildin tákna frjálsu, stelpulegu konuna. Hún er þessi bóhem týpa sem gerir það sem henni sýnist, algerlega frjáls, lætur sig álit annarra engu skipta.
Sjálf er ég bara dálítið mikið skotin í þessum Butterflies Fever kinnalitnum frá Lancôme og nota hann oft. Áferðin er falleg og ljósu litatónarnir henta mínum húðlit mjög vel.
Ég mæli hiklaust með þessari vöru fyrir allar þær konur sem hafa ljósa húð og vilja kinnalit sem er ekki of áberandi heldur meira náttúrulegur og frískandi.
Það er líka geggjað smart að sjá litlu, purpuralitu fiðrildin sem sem skreyta kinnalitinn. Fyrst þegar ég opnaði hann var ég samt hugsi, pínulítið smeyk við þessa bláleitu tóna. Málið er að þegar litirnir blandast saman gera þeir hókus pókus á húðinni. Hún verður fersk, ungleg og bara hrikalega flott. Þetta er liturinn minn núna, sá eini og sanni.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.