Top Secret Pro remover frá YSL er hreinsigel sem fjarlægir farðann á undraverðan hátt, eins og nafnið gefur til kynna 😉
Ég veit ekki hversu marga farðahreinsa ég hef eytt peningum í sem svo hafa ekki getað hreinsað farðan almennilega af og ég endað á að nudda húðina þar til hún var eldrauð.
Förðunarvörur eru nefnilega svo margar orðnar “stay put” og vatnsheldar sem er mikill kostur alveg þangað til maður þarf að þrífa hann af. Þar er YSL Top secret pro remover lausnin.
YSL hreinsigelið breytist í olíu þegar því er nuddað inn í húðina og þegar það blandast vatni breytist það í létta froðu sem nær að hreinsa ALLAN farða. Meira segja vatnsheldi maskarinn sem virðist sem steypuklumpur á augnhárunum leysist auðveldlega upp og hverfur þegar maður hreinsar froðuna af með vatni og bómull.
Gelið inniheldur góðan kokteil af plöntuolíum, ástaraldin-, apríkósukjarna-, korn- og hrísolíu. Það hentar fyrir allar húðgerðir þ.á.m mína sem er viðkvæm og ofnæmissækin.
Ég passa mig alltaf á að vera ekki að nota orð eins og “best” í lýsingum mínum en þetta er nú samt besta hreinsigel sem ég hef fundið, það er svo fáránlega auðvelt og fljótlegt að nota það og samt hreinsar það burtu hverja ögn af farða.
Vörur frá YSL eru kanski í dýrari kantinum, en þar sem maður þarf ekki mikið magn af þessu geli í einu þá endist það mjög lengi og er bara það frábært að það er hverrar krónu virði.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.