Yves Saint Laurent ‘Ombré Solo’ Lasting Radiance Eyeshadow eru undursamlega falleg lína sem flestir ættu að geta nýtt sér því hún hefur að geyma 16 liti allt frá PINK NUDE yfir MIDNIGHT BLACK.
Ég hef verið að nota Ombre Solo nr 12, Parisienne Pink, sem er hinn fullkomni sanseraði bleiki litur sem maður myndi nota hversdags sér yfir allt augnlokið, sem highlite upp við augabrúnina eða í dýpri blöndu með t.d. Ombre Solo nr 2, Cashmere Brown, sem ég hef einnig verið að nota með. En þessir tveir litir eru rosalega góðir saman og gefa svona flauels kennda áferð sem endist og endist. Fullkomnir í BJÚTÍ förðun.
Það sem ég lýt fyrst á í augnskuggum er hvort þeir blandist vel, smiti og hvort liturinn sé ríkur þ.e.a.s. gefi ríkulega svo ekki sé verið að rembast við að fá einhvern lit. Pensillinn á að gefa vel af sér í fyrstu stroku en þar skiptir líka máli að pensillinn sé góður.
YSL Ombre Solo hefur klárlega alla þessa kosti og býr yfir 2 penslum sem skila bara nokkuð vel af sér. Þeir eru
snyrtilega faldir uppí loki boxsins þar sem þeir eru festir upp með einhverskonar klemmum, en mér finnst oft vanta að hægt sé að festa penslana í boxið því þeir vilja oft fara á flakk.
Ég notaði þessa liti einmitt HÉR í Eurovison förðunar færslunni minni.
Hér er einnig hægt að skoða litina 16 sem YSL Ombre Solo hefur uppá að bjóða.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.