Yves Saint Laurent ‘Ombré Solo’ Lasting Radiance Eyeshadow eru dökkir og djarfir augnskuggar frá YSL en dökkt virðist ætla að vera einkunnarorðin þegar kemur að förðun hjá flestum þennan vetur.
Ombre solo augnskuggann er hægt að velja úr 12 undursamlega fallegum sanseruðum litum – einungis gert til að láta okkur pjattrófur fá valkvíða augnskugginn á myndinni er sá litur sem ég valdi og er númer 1.
Augnskuggaboxið er gyllt og mjög nett, hentar því einstaklega vel til að taka með sér í veskið. Tveir augnförðunarburstar fylgja með og eru í loki boxins, hinsvegar er engin spegill.
Til að fullkomna augnskuggann mæli ég með augnblýanti frá YSL, YSL DESSIN DU REGARD en augnblýantinn er hægt að nota sem eyeliner, augnblýant eða augnskugga hann er einnig fáanlegur í 12 fallegum litum og liturinn 1 velvet black kemur frábærlega vel út með svargráa augnskugganum 1 Ombre Solo. Einskonar komplimentary viðbót við augnskuggann.
Hér er hægt að skoða litina 12 sem eru í boði í Ombre Solo línunni-til að skoða betur smelltu á þann lit (punktinn) sem þig langar að skoða betur.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.