Haust 2011 ‘makeup’ línan frá YSL sem kallast Midnight Garden er vægast sagt yndislega falleg og girnileg.
Línan inniheldur meðal annars varaliti, naglalökk, augnskugga og kinnaliti í dásamlega fínum litum sem flestir eru frekar áberandi og sterkir…
…Og nú þegar veturinn er genginn í garð og sólin nánast horfin er algjört ‘möst’ að smella smá lit í fölar kinnarnar.
Ég var svo heppin að eignast einn af þessum æðislegu YSL kinnalitum (Blush Radiance) úr Midnight Garden línunni en ég fékk mér lit sem er númer 01.
Þessi litur er reyndar ekki einn af þessum áberandi og ‘kreisí’ litum sem einkenna línuna heldur er hann nokkuð hefðbundinn og hentar vel í hversdags förðun. Hann er rauð-brúnn og virkar hálfparinn eins og sólarpúður. Kinnaliturinn hefur smá sanseringu en, eins og áður sagði, hentar samt vel hversdags. Þessa kinnaliti er hægt að leika sér smá með þar sem þetta eru í raun tveit litir, einn ljós og annar dekkri. Kinnaliturinn kemur svo að sjálfsögðu í girnilegum gylltum umbúðum merktum YSL og það fylgir spegill og nettur bursti.
Þessi 01 litur er æði en næstur í röðinni er litur númer 03 en hann er ljós-fjólublár og einn af þessum ‘öðruvísi’ litum!
Með þessum rauð-brúna kinnalit getur verið mjög smart að nota ‘nude’ varalit og dökkan krem-eyeliner. Sem dæmi er ég að nota Effet Faux Cils eyelinerinn sem kemur einnig úr smiðju YSL.
Þessi eyeliner kemur í glerkrukku með gylltu loki þannig að maður notar pensil. Liturinn sem ég er að nota er númer 03 og heitir Bronze Black og glitrar eins og enginn sé morgundagurinn. Eins og nafnið gefur til kinna er þetta dökkur brons litur með pínu grænum blæ.
Þennan eyeliner nota ég stundum með pensli til að skapa mjóa línu en ég hef einnig notað hann með fingrunum og ‘dúmpað’ á augnlokið, útkoman er dökkt ‘smokey’ lúkk þar sem ófullkomleikinn er í fyrirrúmi – þessi er ekki bara flottur heldur er endingin líka til fyrirmyndar!
Húrra, húrra fyrir Yves Saint Laurent…like always!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.