Top Secrets Flash Touch – Wake-up Eyecare penninn og Lip Countour Shaper eru skemmtilegar nýjungar á snyrtivörumarkaðnum frá Yves Saint Laurent.
AUGNPENNINN
Flash Touch Wake-up Eyecare penninn inniheldur mýkjandi efni sem örva og fríska fíngerða húðina undir augunum. Á enda pennans er lítil stálperla og þegar henni er rúllað yfir augnsvæðið dreyfir hún formúlunni mjúklega yfir húðina. Áhrifin eru sérstaklega frískandi því stálið kælir húðina og efnin örva hana um leið.
Augnpenninn frískar þannig og ljómar augnsvæðið: Þrýstu pennanum létt á svæðið undir auganu og hann vinnur samstundis á móti baugum og þreytumerkjum sem þar kunna að vera.
Þetta er sérstök nýjung og það bregst ekki að sé pennanum brugðið yfir augnsvæðið frískar það ásjónu húðarinnar á svipstundu. PÍNULÍTIÐ “MÖST BUY!”
VARAKREMIÐ
YSL Top Secret – Lip & contour shaper – re-pluming concentrate var hannaður af sérfræðingum YSL til að mæta óskum kvenna en langflestar konur vilja munúðarfullar, mjúkar og þrýstnar varir.
Þessvegna komu förðunarfræðingar YSL með hugmyndina að YSL top secret – lip & contour shaper.
Virk, náttúruleg efni í þessu varavítamíni mýkja viðkvæma húðina á vörunum. Efnin bráðna hratt inn í húðina og gera varirnar sjáanlega þrýstnari og munúðarfyllri.
Það má nota varakremið sem undirlag fyrir förðun eða bara eitt og sér en þá er líka smart að nota varablýant í sama húðlit og varirnar.
* Berðu þunnt lag af formúlunni á varirnar og nuddaðu inn í húðina með fingrum.
* Efnin í formúlunni eru mjög virk – þau byggja varirnar upp og vernda um leið. Til að fá enn meira líf í varirnar má nudda þær létt með mýkri endanum á varapennanum og örva þannig virkni efnanna.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.