Það eru kannski ekki allir sem þekkja Young Blood snyrtivörurnar vel. Sjálf var ég bara að prófa þær í fyrsta skipti fyrir nokkrum vikum…
…Eftir að hafa lesið um þær og séð hversu góða dóma og umfjöllun þær voru að fá þá langaði mig til að tékka á þessu.
Youngblood förðunarlínan er unnin úr náttúrulegum steinefnum. Farðinn er 100% náttúrulegur, olíulaus og án allra kemískra efna. Einstök formúla sem inniheldur hvorki ilm- né rotvarnarefni. Vörurnar eru einstakar fyrir náttúrulegan eiginleika sinn að geta andað í gegnum húðina og henta sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð.
Hljómar ekki illa að vita að snyrtivörurnar séu 100% náttúrulegar og nærandi fyrir húðina!
Þar sem ég er með frekar feita húð þá langaði mig til að prófa þessa vöru; Mineral Rice Setting Powder.
Laust púður sem dregur til sín fitu og glans þannig að húðin verður mött og slétt (dregur úr sýnilegum húðholum). Púðrið inniheldur kornsterkju sem dregur til sín raka, ásamt hrísgjónasterkju sem róar og viðheldur raka. Púðrið er svo án Parabena og allra kemískra efna og inniheldur ekki talkum. Mæli með þessu púðri fyrir þá sem vilja matta húð án þess að hún verði þurr.
En púðrið var ekki það eina sem að ég prófaði frá Young Blood. Ég fékk nefninlega líka varagloss. Glossið heitir Lip Shine og kemur í sætu boxi með spegli. Það gefur mikinn raka ásamt fallegri glansandi áferð. Það besta: glossið er án allra kemískra efna en inniheldur meðal annars bíflugnavax, E vítamín og sólblómaolíu.
Elska þetta!
Ég mæli heilshugar með YoungBlood vörunum fyrir þær sem eru með viðkvæma húð og einhverskonar húðvandamál, svo sem bólur og roða – og líka allar hinar!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.