Youngblood steinefna snyrtivörurnar eru búnar að vera á markaðnum í 16 ár, eða síðan 1996.
Farðinn frá Youngblood er 100% náttúrulegur og inniheldur engar olíur né kemísk efni, þar með talið ilmefni eða rotvarnarefni en farði frá Youngblood er þeim einstöku eiginleikum gæddur að hylja vel á sama tíma og hann leyfir húðinni að anda í gegnum farðann.
Ég hef verið að prófa einn farða frá Youngblood í um það bil tvo mánuði og verð að segja að útkoman er nær ótrúleg.
Ég er með slæma húð og húðin í andlitinu er nokkuð skemmd eftir að hafa verið með slæma húð síðan ég var unglingur. Sá eiginleiki farðans að leyfa húðinni að anda hefur breytt húð minni mikið til batnaðar. Ég hef tekið eftir því að svitaholur stíflast í mun minna magni og húðin mín á það síður til að glansa vegna þess að farðinn er laus við olíur.
Farðinn sem ég prófaði heitir Mineral Radience Moisture Tint og hann er hannaður sem léttur farði sem gefur raka og verndar húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum. Farðinn felur ekki allar misjöfnur í húðinni svo hann er fullkomin fyrir þær sem eru með góða húð en með hyljara og smá púðri með er hægt að ná fallegu náttúrulegu útliti án þess að allar misfellur húðarinnar skíni í gegn.
PRIMER ER LAUSNIN
Undir farðann notaði ég Mineral Primer sem er einnig frá Youngblood og hann breytti öllu hvað varðar endingu farðans. Þær sem eru með feita húð eins og ég þekkja eflaust það vandamál að farðinn leki hreinlega af þeim nokkrum klukkustundum eftir að hann er settur á en þá er PRIMER LAUSNIN!
Mér finnst svo líka gott að setja púður yfir farðann sem loka „touch“ til að tryggja góða endingu!
Eftir þessa prufu verð ég að mæla með Youngblood ekki aðeins eru þetta vörur sem eru 100% náttúrulegar, eru ekki prófaðar á dýrum og fara vel með húðina til lengri tíma litið heldur lítur maður líka vel út með Youngblood!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.