Ég fjallaði stuttlega um daginn um nýju Wonder Woman línuna frá MAC. Ótrúlega skemmtileg og flott lína og umbúðirnar eru frábærar…
…Ég byrjaði á að prófa varalit frá þeim og varð alveg ástfangin af litnum. En ég er líka að nota kinnalit úr þessari línu sem er ekki síðri.
Liturinn heitir Amazon Princess og er tvískiptur litur, þ.a.e. skærbleikur stór partur og svo brúnrauður minni partur. Ótrúlega flottur og pínu kreisí, hlakka til að vera dugleg að nota hann í sumar.
Áferðin á þessum kinnalit er mjög falleg og hann blandast fullkomlega á kinnarnar og gefur pínu ´glow´.
Þessi lína er alveg krúttleg út í gegn!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.