Rétt eins og við vitum að það skiptir máli fyrir líkamann hvað við borðum þá skiptir það húðina líka máli hvað við berum á hana.
Þessvegna hef ég í mörg ár lagt sérstaklega upp úr því að nota náttúrulegar og eiturefnalausar snyrtivörur og árangurinn lætur ekki á sér standa, síðast og ég fór í andlitsbað spurði snyrtifræðingurinn mig hver væri galdurinn, húðin á mér væri eins þétt og heilbrigð og á stelpum 10 árum yngri en ég!
Þegar ég byrjaði á þessu voru í raun bara tvö merki sem var um að velja; Weleda og Dr. Hauschka, en sem betur fer er alltaf að aukast úrvalið af náttúrulegum snyrtivörum og það nýjasta á markaðnum er VOR.
VOR vörurnar eru þróaðar af Margréti Sigurðardóttur grasalækni en þetta eru lífrænar húðvörur án parabena, ilmefna og erfðabreyttra efna.
Beint úr íslenskri náttúru
Íslensk náttúra er í sérflokki hvað varðar hreinleika og gæði og eru vörurnar unnar úr íslensku vatni, íslenskum þara og villtum aðalbláberjum. Þar að auki innihalda þær virk efni eins og Hyalunoric sem vinnur gegn öldrun húðarinnar.
VOR er með tvær vörulínur á markaðnum, önnur með íslenskum bláberjum og hin með þara.
Ég hef verið að nota dag- og næturkremin með íslenskum bláberjum undanfarið og ég er alveg upprifin yfir þeim. Ég var búin að vera með einhvern leiðinda þurrk og bólur þegar ég byrjaði að nota VOR vörurnar og bara viku seinna var húðin orðin alheilbrigð, falleg og ljómandi á ný.
“…árangurinn lætur ekki á sér standa, síðast og ég fór í andlitsbað spurði snyrtifræðingurinn mig hver væri galdurinn, húðin á mér væri eins þétt og heilbrigð og á stelpum 10 árum yngri en ég.”
Dag og næturkrem sem gera kraftaverk
- Dagkrem fyrir þurra húð með íslenskum bláberjum gefur mikinn raka og nærir með andoxunarefnum úr villtum íslenskum bláberjum, það inniheldur líka undraefnið Hyalunoric acid sem djúpnærir og vinnur gegn hrukkum. Það fæst einnig fyrir feita- og venjulega húð.
Næturkremið með íslenskum bláberjum er dásamlegt, andoxunarríkt og græðandi og inniheldur einnig Hyalunoric acid. Þessi krem eru bæði sérstaklega hentug fyrir 25 ára og eldri.
Það er eitthvað við VOR kremin sem fær manni strax til að líða vel með að bera þau á sig, manni líður eins og þau séu svo hrein og næringarík að maður gæti borðað þau, og eflaust yrði manni ekki meint af.
Umbúðirnar eru fallegar og stílhreinar, svarti og græni liturinn úr íslensku náttúrunni. Ég mæli eindregið með þessum vörum og hlakka til að prófa allar vörurnar í þara-vörulínunni líka!
Sölustaðir: Around Iceland, Laugavegi 18, Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli, Sjávarsmiðjan á Reykhólum, Shopicelandic.com
Snyrtistofur hafa tekið VOR vörunum fagnandi og þær sem bjóða upp á lífrænar húðmeðferðir með VOR vörum eru: Snyrtistofa Grafarvogs, Hverafold, Snyrtistofan Dekurhornið, Faxafeni, Snyrtistofa Jónu, Hamraborg
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.